Um okkur

Baldvin Ari Guðlaugsson og fjölskylda hafa ræktað hross frá Efri-Rauðalæk frá árinu 1990 er þau festu kaup á jörðinni.  Eins og máltækið segir að hálfnað verk þá hafi er, ákváðu þau að hryssan Dögg frá Akureyri yrði stofnhryssa búsins.  Fljótt lá það ljóst fyrir að eingöngu yrði ræktað undan fyrstu verðlauna hryssum sem höfðu sterkar blóðlínur á bak við sig.  Í leit að heppilegum efnivið í ræktunina beindust spjótin fljótt að gömlum og sterkum stofnum svo sem Svaðastaðahrossunum, Sauðárkrókshrossum úr ræktun Sveins Guðmundssonar og þá líka Kolkuóslínunni.  Þessa gömlu sterku skagfirsku stofna höfum við síðan blandað með rótgróinni eyfirskri ræktun svo sem hrossum frá Ytra-Dalsgerði, Höskuldsstöðum, Litla-Garði og Þverá.  Þessar ræktunarlínur standa að baki ræktuninni á Efri-Rauðalæk.

Fyrir utan frábæra ræktunarlínu, eru nokkur aðalatriði sem lagt er rík áhersla á í ræktuninni.  Markmiðið er skýrt þegar kemur að því hvernig hrossum ræktunin á að skila.  Á Efri-Rauðalæk er leitast við að rækta falleg hross, með gott geðslag og hreyfinga mikil.  Hrossin þurfa ekki eingöngu að geta nýst til keppni heldur þurfa þau einnig að veita hinum almenna reiðmanni ánægju í hefðbundum útreiðum.  Einnig er lögð mikil áhersla á traust og gott geðslag.  Að geta séð galla í hrossum jafnt sem kosti er gæfuspor hvers ræktanda og þá um leið að geta viðurkennt mistök ekki síður en sigra.  Það skilar sér í árangursríkri og metnaðargjarnri hrossarækt og á Efri-Rauðalæk hefur þessari hugmyndafræði verið fylgt eftir.

Það að geta boðið ungviði og stóðhrossum að alast upp við sem náttúrulegust skilyrði er ómetanlegt.  Efri-Rauðilækur stendur upp við fjallsrætur í Hörgárdal.   Þar gefst unghrossum kostur á mikilli hreyfingu við rammíslenskar aðstæður.  Allir þessi þættir í uppeldinu, frjálsræðið og að læra að haga sér í stóðinu, hefur mikil áhrif á einstaklinginn sem slíkan.  Það er því ómetanleg lífsreynsla fyrir unghross að fá að upplifa þetta og taka með sér í veganesti út í lífið.  Unghrossin eru meðhöndluð a.m.k. þrisvar á ári hvert um sig.  Þau upplifa góð kynni af manninum og búa þannig í haginn fyrir frumtamningaferlið.  Reynslubankinn og reiðkennarinn Baldvin Ari Guðlaugsson og hans fólk á Efri-Rauðalæk sjá um tamningu og þjálfun hrossanna.

 

Baldvin Ari Gudlaugsson and family established Efri-Raudilaekur in Horgardalur as a breeding farm in 1990.  Guided by the old saying that „well begun is half done“, we chose the dramatic first prize mare Dögg from Akureyri as our foundation mare.  It was quickly clear to us that using only first prize mares form proven bloodlines was the direction we wanted to take.  Searching for quality breeding stock lead us to the old Svadastadir line.  The Saudarkrokur hroses (Sveinn Gudmundsson) the Kolkuos line and many others out of the „gold mine“ Skagafjordur, mixing them with old roots of Eyjafjordur such as the breeding farms: Ytra-Dalsgerdi, Hoskuldsstadir, Litli-Gardur and Thvera are the foundation of the breeding farm Efri-Raudilaekur.

Besides excellent stock, serveral other elements are necessary to create a successful breeding program.  The first is a clear goal of what type of horse one is trying to create.  At Efri-Raudilaekur, we are looking to horses of beauty and fine character with powerful, highaction gatis; horses that are not only great at competitions, but horses that are a pleasure to ride outside of the track.  The second element in horse breeding is hte possession of a discriminating attitude.  An effective horse breeder must be able to see not only the strengths, but also the weaknesses of each horse: to admit mistakes as well as triumphs.

Willingness to make this short judgement requires experience and a passion for excellence.  At Efri-Raudilaekur, this is a reality.  The last and critical element is enviroment.  Located in the Horgardalur valley, Efri-Raudilaekur extends up into the mountains.  Here the young horses have room to run and grow in natural setting within a herd. This type of upbringing cultures strength, sure foodedness and notive intelligence in the offspring.  Young stosk is handled at least three times a year for basic care and training.  When each young horse is ready both mentally and physically, top professional rider and trainer, Baldvin Ari Gudlaugsson and the Efri-Raudilaekur staff bring the in and begin their training.

After careful preparation, each horse is shown in copetition and/or breeding shows.  The ever growing success of horses bred at Efri-Raudilaekur, in Iceland and abroad, is the real proof of theri accomplishment as a breeding farm.  As their breeding program continues to grow and refine, Efri-Raudilaekur will continue to produce horses that fit the demands of the horseman and woman.